Eru Sveppir Að Herja á Táslurnar? - Útlitslækning
Grein úr Morgunblaðinu, sunnudaginn 10. janúar 2016
SVEPPASÝKINGAR Á FÓTUM VIRÐAST TÍÐAR Á ÍSLANDI. SVEPPASÝKINGU Í HÚÐ ÆTTI AÐ MEÐHÖNDLA ÁN TAFAR EN SÝKING Í NÖGL GETUR VERIÐ ERFIÐ VIÐFANGS.
Naglsveppir geta verið hvimleiður vandi. Ein- kennin geta verið mis- alvarleg og eru stundum svo væg að fólk tekur ekki eftir sýkingunni. Í öðrum tilvikum geta sýkingar á fótum orðið svæsnar, með naglbreytingum og kláða milli tánna, blöðrum og brunatilfinningu, og gert bæði húð og neglur óásjáleg. Dr. Bolli Bjarnason húð- og kynsjúkdómalæknir hjá Útlits- lækningu segir margt benda til þess að naglsveppur sé mjög al- gengur á Íslandi. „Rannsókn hefur sýnt meðalalgengi þjóðfélaga vera 4,3% í Evrópu og í Bandaríkj- unum. Bæði íslensk og finnsk rannsókn hafa sýnt 8,4% algengi í þessum löndum.“ Þá virðast tilteknir hópar við- kvæmari fyrir naglsveppum, og gæti sundstaðamenningin haft þar sitt að segja. „Íslensk rannsókn sem gerð var fyrir um 6 árum sýndi að sveppasýkingar í tánögl- um eru þrisvar sinnum tíðari hjá sundfólki eldra en 17 ára en öðr- um hópum í þjóðfélaginu. Þá eru sveppasýkingar í nöglum einnig álitnar algengari hjá eldri borg- urum, fólki með sykursýki, sóra- sjúklingum og hjá ónæm- isbældum.“ Sveppirnir ná að hreiðra um sig þar sem raki og hiti er til staðar í húðinni. Eru kjöraðstæður á fót- unum milli tánna og segir Bolli bilið milli litlu táar og næstu táar vera sérlega viðkvæmt að þessu leyti. „Þá geta minni háttar sprungur auðveldað sveppum að ná festu í húð eða nöglum en álitið er að húðsveppasýkingar séu oft undanfari naglsýkinga á fótum,“ útskýrir Bolli. Ef einkennin eru mjög væg er auðvelt að láta sér yfirsjást svepp- urinn. „Einkenni húðsýkinga á fót- um eru aðallega roði, flögnun og kláði en einnig geta myndast litlar graftarbólur, svo og bólgumyndun, sprungur, blöðrumyndun eða vess- andi húðsvæði, stundum með hrúðri. Einkenni naglsýkinga geta verið þykknun á naglplötunni, hreisturmyndun í nöglinni eða húðinni undir henni og/eða los á milli naglplötunnar og undirliggj- andi húðar. Litabreytingar geta komið fram, t.d. yfir í gulan, hvítan, brúnan eða rauðan lit.“
Varasamir sturtuklefar Bolli segir að reyna megi að draga úr líkunum á smiti með því að forðast staði á borð við sundlaugar og íþróttahús, eða nota hlífð- arbúnað á borð við sundskó. „Smitleiðin getur verið þannig að gestir með sveppasýkingu stíga á raka fleti, s.s. í upphituðum sturtuklefum. Þegar ósýktir gestir stíga svo á sömu staði berst sveppurinn einfaldlega yfir til þeirra.“ Ef vart verður við húðsýkingu ætti að meðhöndla hana án tafar til að aftra naglsýkingu. Yfirleitt er hægt að ná tökum á húðsvepp fljótt og tiltölulega auðveldlega með útvortis lyfjakremum sem fást í lyfjaverslunum án lyfseðils. Sýk- ingar í nöglum geta verið erfiðari viðureignar. Ef sýking er komin í nögl þarf oft að taka vefjasýni til að greina sveppi, ýmist með smá- sjárskoðun og/eða með ræktun. „Lyfið þarf að geta borist til naglsveppsins til að geta haft áhrif á hann. Krem sem borið er á nögl skilar sér mjög takmarkað til sveppsins. Róttækari meðferð, og sú sem oftast er veitt, er með töfl- um sem innihalda virka lyfið terbi- nafin. Meðan á lyfjameðferðinni stendur eru neglurnar klipptar stuttar og stundum fræsaðar niður til að minnka umfang hins sýkta vefjar, og auka þar með líkindi bata af lyfjameðferðinni. Varir meðferð yfirleitt í nokkra mánuði. Fyrir kemur að veita þurfi með- ferð með öðru lyfi innvortis, eða með lyfjalakki útvortis með virka lyfinu amorolfin.“ Bolli segir talið að húðsveppasýking sé oft undanfari naglsýkinga á fótum. Minni háttar sprungur geta auðveldað sveppum að ná fótfestu.
Sjá einnig grein: Sveppasýkingar í húð eða nöglum
Từ khóa » Sýking í Nöglum
-
Terbinafin Actavis | Lyf | Lyfja - Lifum Heil
-
Sveppasýkingar í Fótum Og Tánöglum - Húðlæknastöðin
-
Áhrifarík Meðferð Við Naglasvepp - Vísir
-
Eigið þið Ráð Vegna Naglasvepps?
-
Inngrónar Táneglur
-
Eru Sveppir Að Herja á Táslurnar?
-
[PDF] Húðsýking - Landspitali
-
Sveppasýking í Nöglum: Endurskoðun, Orsakir Og Meðferðir
-
Hvernig Fær Maður Sveppasýkingu á Fót? - Vísindavefurinn
-
Sveppaeyðing | Framkvæmd Með Nýjustu Lasertækni - Húðfegrun
-
Sveppasýking
-
Sveppasýking í Nöglum? ! - - Nýjar Og Notaðar Vörur, Kauptu ...
-
Húð - Yfirlit
-
[PDF] SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA
-
Aspergillus Sýkingar í Eyrum, Augum Og Nöglum
-
[PDF] Sporanox_SmPC.pdf
-
[PDF] Miðaldra Prófessor Með Verk í Vísifingri - Læknablaðið
-
Sveppir 2 - Sveppasýkingar í Hornvef Flashcards | Quizlet
-
Sveppasýkingar Flashcards | Quizlet