G7-ríkin Samþykkja Nýjar Refsiaðgerðir
G7-ríkin hafa samþykkt að beita Rússa enn harðari refsiaðgerðum fyrir innrás þeirra í Úkraínu.
Þessu tísti Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans með fulltrúum frá sjö helstu iðnríkjum heims, þ.e. Bretlandi, Kanada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítalíu, Japan og Bandaríkjunum, sem fór fram klukkan tvö að íslenskum tíma í dag.
Frétt af mbl.is
Joe Biden fundar með G7-ríkjunum
„Í morgun hitti ég fulltrúa G7-ríkjanna til að ræða óréttmæta árás Pútíns forseta á Úkraínu og samþykktum við að beita Rússa enn harðari þvingunum og refsiaðgerðum en við höfum gert hingað til. Við stöndum með hugrökkum íbúum Úkraínu,“ segir í tístinu.
This morning, I met with my G7 counterparts to discuss President Putin’s unjustified attack on Ukraine and we agreed to move forward on devastating packages of sanctions and other economic measures to hold Russia to account. We stand with the brave people of Ukraine. pic.twitter.com/dzvYxj7J9w
— President Biden (@POTUS) February 24, 2022
Bann við útflutningi
Bandarískir embættismenn segja nýju refsiaðgerðirnar munu beinast að öðrum og stærri rússneskum bönkum, og fleiri auðjöfrum sem tengjast Pútín Rússlandsforseta. Þá munu aðgerðirnar einnig fela í sér bann við útflutningi á hátæknibúnaði og íhlutum til Rússlands.
Ekki liggur fyrir hvaða refsiaðgerðir G7 ríkin samþykktu á fundi sínum í dag.
Frétt af mbl.is
Bretland herðir refsiaðgerðir og bannar Aeroflot
Joe Biden hyggst þó ávarpa bandarísku þjóðina í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu í kvöld og má búast við því að nýju refsiaðgerðirnar gegn Rússum verði kynntar þá.
Frétt af mbl.is
Pútín varar við hærra matvælaverði
Tengdar fréttirÚkraína
Norðurkóreskir hermenn drepnir í stríði Rússa
- Sammála um að koma þurfi á „varanlegum friði“
- Norðurkóreskir hermenn felldir í Evrópu
- Ákærður, fundinn sekur og myrtur
- ESB í hart við Kínverja og N-Kóreu
- 1 blogg um fréttina
Bloggað um fréttina
- Tómas Ibsen Halldórsson: Gott og vel. Fordæmingar og refsiaðgerðir gegn Pútín og innrásar …
Từ khóa » G7 Ríkin
-
G7 Ríkin Boða Fjárhagsaðstoð Til Fátækari Ríkja | RÚV
-
G7-ríkin Hyggjast Gefa Minnst Milljarð Bóluefnaskammta | RÚV
-
G7-ríkin Munu Fjármagna Eigin útgáfu Af Belti Og Braut - Kjarninn
-
G7-ríkin Bregða Fæti Fyrir Rússa
-
Sjö Helstu Iðnríki Heims - Wikipedia, Frjálsa Alfræðiritið
-
Dexcom's Next-gen G7 Diabetes Sensor Scores European Approval
-
Rikin Patel - Macro Analyst - Schonfeld - LinkedIn
-
G7-ríkin ætla Að Bregðast Við áhrifum Kína - Fréttablaðið
-
G7-ríkin Beina Spjótum Sínum Að Skattaskjólum - Fréttablaðið
-
Compare Huawei Ascend G7 Vs. Huawei Ascend P7
-
G7 Ríkin Mynda Bandalag Gegn Kína - Vísir
-
Deals Online 50PcsLot For Moto G7 G8 G9 Plus Play Power LCD ...
-
HiSilicon Kirin 910T - AMD Ryzen 3 3200U