G7-ríkin Samþykkja Nýjar Refsiaðgerðir

G7-ríkin hafa samþykkt að beita Rússa enn harðari refsiaðgerðum fyrir innrás þeirra í Úkraínu.

Þessu tísti Joe Biden Bandaríkjaforseti að loknum fundi hans með fulltrúum frá sjö helstu iðnríkjum heims, þ.e. Bretlandi, Kan­ada, Frakklandi, Þýskalandi, Ítal­íu, Jap­an og Banda­ríkj­un­um, sem fór fram klukkan tvö að íslenskum tíma í dag.

Joe Biden fundar með G7-ríkjunum
Frétt af mbl.is

Joe Biden fundar með G7-ríkjunum

„Í morgun hitti ég fulltrúa G7-ríkjanna til að ræða óréttmæta árás Pútíns forseta á Úkraínu og samþykktum við að beita Rússa enn harðari þvingunum og refsiaðgerðum en við höfum gert hingað til. Við stöndum með hugrökkum íbúum Úkraínu,“ segir í tístinu.

This morning, I met with my G7 counterparts to discuss President Putin’s unjustified attack on Ukraine and we agreed to move forward on devastating packages of sanctions and other economic measures to hold Russia to account. We stand with the brave people of Ukraine. pic.twitter.com/dzvYxj7J9w

— President Biden (@POTUS) February 24, 2022

Bann við útflutningi

Banda­rísk­ir emb­ætt­is­menn segja nýju refsiaðgerðirn­ar munu bein­ast að öðrum og stærri rúss­nesk­um bönk­um, og fleiri auðjöfr­um sem tengj­ast Pútín Rúss­lands­for­seta. Þá munu aðgerðirn­ar einnig fela í sér bann við út­flutn­ingi á há­tækni­búnaði og íhlut­um til Rúss­lands.

Ekki liggur fyrir hvaða refsiaðgerðir G7 ríkin samþykktu á fundi sínum í dag.

Bretland herðir refsiaðgerðir og bannar Aeroflot
Frétt af mbl.is

Bretland herðir refsiaðgerðir og bannar Aeroflot

Joe Biden hyggst þó ávarpa bandarísku þjóðina í beinni útsendingu frá Hvíta húsinu í kvöld og má búast við því að nýju refsiaðgerðirnar gegn Rússum verði kynntar þá.

Pútín varar við hærra matvælaverði
Frétt af mbl.is

Pútín varar við hærra matvælaverði

Tengdar fréttir

Úkraína

Norður-Kórea og Rússland hafa styrkt hertengsl sín eftir að Rússland réðist inn í Úkraínu í …

Norðurkóreskir hermenn drepnir í stríði Rússa

  • Sammála um að koma þurfi á „varanlegum friði“
  • Norðurkóreskir hermenn felldir í Evrópu
  • Ákærður, fundinn sekur og myrtur
  • ESB í hart við Kínverja og N-Kóreu
» Fleiri tengdar fréttir
  • 1 blogg um fréttina
mbl.is

Bloggað um fréttina

  • Engin mynd til af bloggara Tómas Ibsen Halldórsson: Gott og vel. Fordæmingar og refsiaðgerðir gegn Pútín og innrásar …

Từ khóa » G7 Ríkin